Veiðihúsið við Miðfjarðará og Litlu-Kverká
Þegar áin var leigð út árið 2009 átti veiðifélagið ekki veiðihús. Fljótlega kom í ljós að þörf var á veiðihúsi með aðstöðu fyrir veiðimenn. Stjórn félagsins hóf því að leita eftir hentugu húsi, í samvinnu við leigutaka. Fljótlega fannst hús á Austurlandi, sem félagið festi kaup á og flutti á svæðið. Húsið er hið ágætasta. Svefnaðstaða er fyrir allt að 10 manns og öll aðstaða önnur fyrir veiðimenn. Hér má skoða myndir af húsinu: