Um leigutaka árinnar

Árið 2008 var í fyrsta sinn tekin ákvörðun um að leita eftir tilboðum í veiðirétt í Miðfjarðará og Litlu-Kverká í Bakkafirði. Fram að því höfðu sömu aðilarnir, sem einnig eru meðal landeigenda á svæðinu, haft veiðisvæðið á leigu í hartnær hálfa öld. Nokkur tilboð bárust og var tilboð frá Guðmundi Má Stefánssyni samþykkt vorið 2009. Fleiri stóðu að tilboðinu auk Guðmundar og má þar nefna Hauk Geir Garðarsson, sem er reyndur í faginu, en hann er meðal leigutaka Laxár í Leirársveit og Sandár í Þistilfirði, auk þess að vera heimamaður í Vesturárdal í Vopnafirði.

Samningur við núverandi leigutaka rennur út að loknu veiðsumri 2018.

Free Web Hosting