Kort af vatnasvæðinu

Fálkafoss er í Miðfjarðará skammt ofan við ármótin og dregur hann nafn sitt af fálkum sem löngum hafa haldið til í nágrenni fossins. Fossinn er í um 4. kílómetra fjarlægð frá ósi. Fiskur gengur að fossinum en kemst ekki lengra. Fiskur gengur einnig upp í Litlu-Kverká. Fiskurinn stoppar í þeirri á við svonefndan Brúarfoss. Undir honum er Brúarhylur, skeifulaga, hömrum girtur og hyldjúpur.

Fálkafoss í Miðfjarðará er sem fyrr segir ólaxgengur eins og er, en litlu munar að fiskurinn stökkvi fossinn. Lengi hafa verið uppi áform um að gera Fálkafoss laxgengan. Lax hefur á hverju ári í mörg ár verið færður í kistum upp fyrir fossinn. Þaðan kemst hann rúma 2 kílómetra að næsta fossi, sem nefnist Bæjarfoss eða Heimafoss. Afar litlu munar að lax nái að stökkva fossinn og að mati sérfræðinga lítið mál að gera hann laxgengan. Næsti foss rétt ofan við heitir Sniðfoss, sennilega ekki laxgengur en afar lítið mál yrði að hjálpa laxinum upp fossinn, að mati sérfróðra um svæðið. Næsti foss þar á eftir, svonefndur 4. foss, er ólaxgengur. Hann er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá Fálkafossi. Ef Fálkafoss er gerður laxgengur myndi veiðisvæðið því tvöfaldast með lítilli fyrirhöfn og hægt yrði að fjölga leyfilegum stöngum. Margir fallegir og góðir veiðistaðir eru ofan Fálkafoss sem bíða þess að fossinn og aðrir ofan hans verði gerðir laxgengir. Hér að neðan eru tvö kort sem sýna vatnasvæðið.

 
Hér að neðan er nákvæmara og eldra kort af veiðisvæðinu, sérstaklega svæðinu ofan Fálkafoss. Þar sést staðsetning 4. fossins á teikningu af allri ánni. Eins og þar sést er fossinn í tæplega 200 m. hæð yfir sjávarmáli. Fari lax upp 4. foss eru engar sérstakar hindranir í vegi hans eftir það. Hann gæti jafnvel gengið upp Þverfellslæk, sem fellur úr Þverfellsvatni.
Free Web Hosting