Um veiðifélag Miðfjarðarár og Litlu-Kverkár

Veiðifélag er starfandi fyrir Miðfjarðará og Litlu-Kverká, samkvæmt fyrirmælum laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006. Hlutverk félagsins er m.a. að sjá til þess að reglum laga og samþykktum félagsins um veiðistjórnun og veiðiaðferðir sé framfylgt á félagssvæðinu, að stunda fiskrækt á félagssvæðinu, eftir því sem þörf krefur, að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra, að skipta veiði eða arði af veiði milli félagsmanna í samræmi við rétt þeirra, að ráðstafa rétti til stangveiði í fiskihverfinu í heild eða að hluta með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi, en þó þannig að gætt sé markmiða laganna um sjálfbæra nýtingu og að hafa að öðru leyti með höndum verkefni þau sem því eru falin í lögum og varða framkvæmd þeirra.

Félagsmenn eru eigendur þeirra fimm jarða sem eiga land að ánum. Það eru jarðirnar Kverkártunga, Miðfjarðarnessel, Miðfjörður I, Miðfjörður II og Melavellir. Allar jarðir, utan Miðfjarðar II, eru eyðijarðir. Eftirgreindir aðilar skipa stjórn félagsins í dag:

Rós Bender formaður (Miðfjörður I).

Aldís E. Gunnlaugsdóttir meðstjórnandi (Melavellir).

Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi (Kverkártunga/Miðfjörður II).

Til vara:

Sigurjón Gunnarsson (Kverkártunga/Miðfjörður).

Skoðunarmaður reikninga er Bragi Úlfarsson.

Félagið er með lögheimili að Skerjabraut 7, 170 Seltjarnarnesi.

Free Web Hosting